28.03.1923
Neðri deild: 31. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1004 í C-deild Alþingistíðinda. (2790)

39. mál, vörutollur

Frsm. (Magnús Guðmundsson):

Meiri hl. nefndarinnar ber fram brtt.; um aðra þeirra gat jeg við 2. umr., ef samþykt yrði brtt. nefndarinnar um hækkun tolls á ávöxtum. Hin hefir ekki áður komið fram, en er borin fram af þeim ástæðum, að sápugerðin hjer hefir óskað eftir, að ýmsar vörur, sem hún notar mjög mikið, yrðu fluttar í 1. flokk.

Nefndin hefir viljað verða við þessum óskum sápugerðarinnar, og þessar vörur hafa allar, að einni undantekinni, verið fluttar í 1. flokk.

Þá eru brtt. á þskj. 207, um lækkun á vefnaðarvörum og heyi. Nefndin hefir fallist á þær.