24.04.1923
Neðri deild: 49. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1025 í C-deild Alþingistíðinda. (2820)

141. mál, skoðun á síld

Frsm. (Stefán Stefánsson):

Jeg skal ekki deila á hv. þm. Ak. (MK) um skýringu hans. En jeg vil benda á, að yfirmatsmaðurinn á Siglufirði hefir umsjón um alt svæðið vestur að Horni. Jeg gæti hugsað, að það mundi kosta eitthvað, ef hann þyrfti að bregða sjer oft vestur á Strandir. Fyrir nokkrum árum var mjög mikil síldveiði þar, en mjer er ekki kunnugt um, að hann færi oft þangað, og sú yrði væntanlega reynslan einnig í þessu falli.

Um tillögu hv. 2. þm. Reykv. (JB), að vísa málinu til stjórnarinnar, vil jeg aðeins minna á það, sem jeg hefi áður sagt, að hæstv. atvrh. (KIJ) hefir tjáð mjer, að hann væri frv. hlyntur, og er því engin ástæða til að tefja frv. með því að vísa því til stjórnarinnar.