10.04.1923
Neðri deild: 38. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1054 í C-deild Alþingistíðinda. (2861)

104. mál, tollalög

Frsm. (Ingólfur Bjarnarson):

Þetta frv., á þskj. 239, er borið fram af fjvn. í þeim tilgangi að afla ríkissjóði nýrra tekna. Nefndin þóttist sjá, að ekki mundi takast að afgreiða fjárlögin tekjuhallalaus, nema með því móti að takmarka mjög, eða fella að mestu niður, fjárframlög til ýmsra verklegra framkvæmda. Þótti nefndinni sú leið afaróaðgengileg, vegna undanfarinnar kyrstöðu á þessum sviðum, en við allskamt á veg komnir í þeim efnum, og þörfin aðkallandi, sjerstaklega að því, er snertir umbætur á vegum, brúm, símalagningar, lendingabætur o. fl. o. fl. Til þess að mega áætla eitthvað ríflegri fjárframlög til þessara. hluta í fjárlögum þeim, sem nú eru í smíðum, tók nefndin það ráð að bera fram þetta frv. um hækkun á tolli á vínum og öðru áfengi, um 1 kr. á hvern lítra. Samkvæmt upplýsingum þeim, er nefndin hefir aflað sjer, má búast við um 180 þús kr. tekjuauka á ári af þessari tollhækkun.

Á síðastliðnu ári var salan sem hjer segir: Af spíritus ca. 40 þús. 1, af cognak ca. 4600 heilflöskur. Af svo nefndum spánarvínum 671/2 þús. fl. á s. l. hálfu ári. Það eru engar líkur til, að þessi tollhækkun hafi nokkur áhrif á sölu vínanna; ekki síst af þeirri ástæðu, að vissa er fyrir, að verð spanskra vína mun lækka á næstunni talsvert í áfengisversluninni, sennilega fyllilega jafnmikið og þessari tollhækkun nemur, vegna hagkvæmari innkaupa á vinunum frá útlöndum. Þarf jeg ekki að eyða orðum að jafnljósu máli sem þessu, en vona, að frv. þessu verði vel tekið og nái samþykki hæstv. deildar.