24.03.1923
Neðri deild: 28. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1061 í C-deild Alþingistíðinda. (2874)

84. mál, einkasala á áfengi

Forsætisráðherra (SE):

Jeg held mjer sje óhætt að fullyrða, að síðastliðið ár hafi kostnaður við áfengisverslunina numið alls 84 þúsundum. En við það er aðgætandi, að þó ekki væri verslað með Spánarvín nema hálft árið, þá stóð lyfjaverslunin alt árið. Auðvitað þyrfti ekki eins marga menn við lyfjaverslunina, en fyrst, þegar Spánarvínin komu, var eftirspurnin svo mikil, að ráða varð fjölda manna, en síðan hefir þeim verið fækkað að mun. Vitanlega verður kostnaðurinn sá sami, við smásöluna, þótt vínverslunin verði lögð undir landsverslunina, en sparnaður gæti orðið við það að steypa saman aðalskrifstofunum.

Það, sem jeg átti við, er jeg taldi þurfa að athuga vandlega breytinguna, er lyfjaspursmálið. Ef verslununum verður steypt saman, verður að íhuga, hvernig fara skuli með pöntun á lyfjum framvegis. Vona jeg, að sú háttv. nefnd, er frv. fer í, geri tillögu um, hvernig þessu skuli haga framvegis.