23.03.1923
Efri deild: 25. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1096 í C-deild Alþingistíðinda. (2927)

34. mál, íþróttasjóður í Reykjavík

Frsm. (Guðmundur Ólafsson):

Jeg í ætla ekki að vera margorður. Það gengur nú orðið svo mikið í skemtiræður hjer í deildinni, að það er óvíst, hvað það, sem maður segir, getur leitt til. Jeg læt mjer því nægja að vísa til álits nefndarinnar á þskj. 182, sem byggist á því, að íþróttasambandið er ekki fært til að borga meiri skatt, eins og ástæðum þess og fjárhag er varið. Íþróttasambandið borgar nú 20% af aðgöngueyri til íþróttavallarins og 2% í slysatryggingarjóð íþróttamanna; þyrfti því, ef frv. væri samþykt, að greiða 42%, og er það óneitanlega alt of mikið.

Þá er bæjarstjórn Reykjavíkur nú að gera athuganir um notkun á vatni úr Laugunum, sem hún hefir umráðarjett yfir, og er því einnig, hvað það snertir, of snemt að setja lög um þetta efni.

En bæjarstjórn og Í. S. Í. eru þeir aðiljar, sem fyrst og fremst eiga að beita sjer fyrir framkvæmdum þessa máls, þótt ríkissjóður yrði að líkindum að veita einhvern fjárhagslegan stuðning. Nefndin leggur því til, að dagskráin á þskj. 182 sje samþykt.