23.03.1923
Efri deild: 25. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1116 í C-deild Alþingistíðinda. (2951)

69. mál, bæjarstjórn á Seyðisfirði

Jónas Jónsson:

Jeg hefi talað um málið í heild sinni, hvernig æskilegust yrðu málaskifti milli bæja og lands, og hefi jeg þá ekki talað út frá þeim grundvelli, sem hefir verið, heldur þeim, sem gæti verið. Það er þess vegna talað alveg út í hött hjá hv. frsm. (JM), að jeg rugli málefnum saman, Jeg vil benda á, að það er ósamræmi hjá háttv. frsm., er hann talar um fullveldi bæjanna. Ef hann vill fullveldi Reykjavíkur, ætti hann ekki að hafa á móti því, að Seyðisfjörður hlyti sömu rjettindi.