26.03.1923
Efri deild: 27. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1117 í C-deild Alþingistíðinda. (2954)

69. mál, bæjarstjórn á Seyðisfirði

Frsm. (Jón Magnússon):

Við athugun á samskonar ákvæðum í lögum annara kaupstaða sá nefndin, að gert er ráð fyrir hlutfallskosningu, er bæjarstjórn kýs endurskoðendur reikninga sinna. Svo er það t. d. á Siglufirði, og hygg jeg, að svo muni vera í flestum kaupstöðum, þar sem bæjarstjórn kýs endurskoðendur sína. Býst jeg við, að það sje meining bæjarstjórnar Seyðisfjarðar að hafa hlutfallskosningu, og því leggur nefndin til, að frv. verði samþykt með þessari breytingu á þskj. 215.