17.03.1923
Efri deild: 19. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 7 í D-deild Alþingistíðinda. (2963)

74. mál, húsnæði fyrir opinberar skrifstofur í Reykjavík

Fjármálaráðherra (MagnJ):

Jeg get tekið undir með háttv. 2. landsk. þm. (SJ) um þetta mál. Þessi samningur er þegar hafinn, eða meira en það, því það má heita afgert milli stjórnarinnar og Landsbankans, að stjórnin leigi 2 efstu hæðimar, eða efstu hæð og þakhæð. Skriflegir samningar verða að vísu eigi gerðir fyr en nánar hefir verið ákveðið um herbergjaskipun.

Í greinargerðinni sje jeg minst á, að í kjallaranum væri hentugt rúm fyrir Landsverslun. Um það hefir ekkert verið talað frá stjórnarinnar hálfu, enda gætu farið fram beinir samningar um það milli Landsverslunar og Landsbankans.

Eins og tekið er fram, þá er stjórnin á sömu braut og till. fer fram á. Get jeg því verið hlyntur henni.