27.04.1923
Neðri deild: 51. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 63 í D-deild Alþingistíðinda. (3020)

125. mál, landmælingar og landsuppdrættir

Atvinnumálaráðherra (KIJ):

Jeg skal taka það fram, að þessi brtt. á þskj. 465 er nauðsynleg. Verða þessir samningar nú, eftir að vjer erum orðnir sjálfstætt ríki, að ganga á millum stjórna ríkjanna. Er ekki hægt að snúa sjer beint til herforingjaráðsins. Á brtt. þessi því jafnt bæði við brtt. hv. 3. þm. Reykv. (JÞ) og þáltill. Jeg skal taka það fram, að jeg álít það skifti engu, hver till. verði samþykt, en þó álít jeg brtt. fult svo heppilega sem aðaltill. Þegar samið verður, verður innihald aðaltill. tekið til greina, hvor þeirra sem verður samþykt.