27.04.1923
Neðri deild: 51. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 64 í D-deild Alþingistíðinda. (3022)

125. mál, landmælingar og landsuppdrættir

Flm. (Magnús Jónsson): Jeg þakka hv. 3. þm. Reykv. (JÞ), að hann benti mjer á ónákvæmt orðalag í 4. lið þáltill., þar sem stendur, að láta nú þegar gera uppdrátt í mælikvarða 1:100000. Var það vitaskuld tilætlunin hjá mjer, að ekki skyldi byrja á þessu sem sjálfstæðu verki áður en samninga væri leitað við herforingjaráðið, heldur einmitt í sambandi við þá samninga.

Mun líka vera algerlega óleyfilegt að gera kort af uppdráttunum, nema með leyfi herforingjaráðsins.

Færi svo, að fje það, sem ætlað er til mælinganna 1924, hrykki ekki, mætti ef til vill leggja við það fje, sem veitt var til þeirra 1923, en ef það skyldi ekki vera hægt, þá má leita endurveitingar á fjenu á þinginu 1924.