17.03.1923
Neðri deild: 22. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 262 í B-deild Alþingistíðinda. (308)

29. mál, ritsíma og talsímakerfi

Frsm. (Þorsteinn Jónsson):

Jeg skal ekki fjölyrða um frv. fremur en áður er orðið. Jeg skal aðeins geta þess um brtt. þá, sem fram er komin á þskj. 146, að samgöngumálanefnd hefir ekki enn þá fengið tíma til þess að athuga hana, en jeg býst við því, að hún muni vera henni fylgjandi. Enda var það aðeins vegna misminnis, að hún var ekki tekin upp áður, því að bæði mig og hv. þm. N.-Þ. (BSv) minti, að Skálalínan væri þegar tekin upp í símalögin. En þingið 1919 samþykti aðeins að skora á landsstjórnina að rannsaka þetta símalínustæði. Annars geri jeg ráð fyrir því, að hv. þm. N.-Þ. tali fyrir till.