07.05.1923
Neðri deild: 59. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 97 í D-deild Alþingistíðinda. (3092)

140. mál, slysatryggingar

Jón Baldvinsson:

Jeg hefi áður komið með till. sama efnis inn í þessa hv. deild, en hún var feld. Var þar kveðið á um, á hvaða grundvelli skyldi bygt í lögum þessum um slysatryggingar.

Verði nú þessi till., sem svo er alment orðuð, samþykt, þá vil jeg beina því til ríkisstjórnarinnar, að rjett sje að byggja á þeim grundvelli, að atvinnurekendur greiði kostnaðinn við slysatryggingarnar, enda er eðlilegast, að tryggingargjöldin sjeu greidd af atvinnurekendum, eins og hver annar kostnaður við atvinnurekstur þeirra.