07.05.1923
Neðri deild: 59. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 108 í D-deild Alþingistíðinda. (3105)

143. mál, húsmæðraskóli á Staðarfelli

Sigurður Stefánsson:

Ágreiningur hefir risið um það hjer í deildinni, hvort þessi skóli megi samkvæmt gjafabrjefinu heita húsmæðraskóli, en jeg hygg, að allir kvennaskólar sjeu í raun og veru húsmæðraskólar, og jeg efast ekki um, að gefandinn, svo hagsýn kona sem hún var, hefði kosið húsmæðraskóla, ef hún hefði lifað nú.

Sú hugmynd var þá óþekt, og því álít jeg algerlega óþarfar allar breytingar á arfleiðsluskránni í þessu efni.