11.05.1923
Sameinað þing: 6. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 515 í D-deild Alþingistíðinda. (3241)

160. mál, vantraust á núverandi stjórn

Atvinnumálaráðherra (KIJ):

Jeg get vel fyrirgefið hv. 1. þm. Reykv. (JakM), þótt hann hafi gleymt því, að jeg hafði sjerstaka aðstöðu hvað sölu vissra vörutegunda snerti. Hann minti á það, að jeg hefði verið fjelagi í Stefni og hefði því hlotið að vera fylgjandi frjálsri verslun. Það er rjett, að jeg var þar fjelagi. Jeg sá einu sinni auglýst, að tiltekinn maður ætlaði að halda þar fyrirlestur. Jeg fór á fundinn og mjer gast svo vel að ræðu hans, að jeg gekk í fjelagið. Ræðan var um sparsemi á landsfje, en fjallaði ekkert um frjálsa verslun eða neitt þvílíkt. En jeg veit ekki til, að nein skilyrði um, að maður væri fylgjandi frjálsri verslun, hafi verið sett sem inntökuskilyrði, en lög fjelagsins hefi jeg ekki fengið. En hafi jeg brotið lögin, þá er fjelaginu innan handar að excludera mig.

Á því, sem hæstv. fyrv. fjrh. (MagnJ) kann að hafa gert, ber jeg enga ábyrgð.

Hver ráðherranna verður að bera ábyrgð á því, sem undir hann heyrir. Sparisjóðs- og bankamálin heyrðu undir þennan ráðherra, og hann einn á sökina, ef einhver vanræksla hefir átt sjer stað.

En nú hefi jeg gert ráðstafanir til þess, að sparisjóður þessi verði rannsakaður fljótlega.