09.05.1923
Neðri deild: 60. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 537 í D-deild Alþingistíðinda. (3271)

156. mál, atkvæðagreiðsla alþingiskjósenda um útsölustaði áfengisverslunarinnar og vínveitingaleyfi

Magnús Guðmundsson:

Jeg vil stinga upp á, að málinu verði vísað til stjórnarinnar. Hún getur betur en nokkur annar myndað sjer skoðun um, hversu langt er óhætt að ganga í þessu efni. Hún á að gera samningana við Spánverja og hún fylgist með hverri hreyfingu í þessu máli. það er því fjarstæða fyrir einstaka þing menn að ætla að fara að grípa hjer fram í, og það gæti orðið stórskaðlegt málinu og hættulegt fyrir oss. Hv. 2. þm. Reykv. (JB) trúir sjálfsagt hæstv. forsætisráðherra (SE) til þess að veita ekki meiri vínstraumi yfir landið en minst er þörf á. Og stjórnin á að bera ábyrgð á þessu máli, en einmitt þess vegna er það rangt og hættulegt að ætla að fara að taka þar fram í. Ábyrgð stjórnarinnar hverfur, ef þingið fer að vasast í þessu máli.