08.05.1923
Sameinað þing: 4. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 574 í D-deild Alþingistíðinda. (3299)

133. mál, strandvarðar og björgunarskip

Forsætisráðherra (SE):

Jeg hafði áður tekið mest af því fram, sem jeg hefi að segja, en vil þó í fám orðum gera grein fyrir afstöðu stjórnarinnar til málsins. Jeg geri ráð fyrir því, að verði það ofan á að vísa þessu máli til stjórnarinnar, þá áliti stjórnin sig standa jafnt að vígi sem hún hefði heimildina, er gefin var með lögum 1919, og ekki annað. Það hefir berlega komið fram við umræðurnar, að skoðanirnar eru skiftar. Sumir vilja fresta framkvæmdum í þessu máli, aðrir vilja láta strax hafast að í því. Þetta hefir stjórnin heyrt. Afleiðingin er sú, að stjórnin yrði ein að bera ábyrgð á því, sem hún gerði eða ljeti ógert í þessu máli, en á hinn bóginn mun hún ekki skorast undan því að taka það í sínar hendur eins og það nú liggur fyrir.