10.03.1923
Efri deild: 14. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 271 í B-deild Alþingistíðinda. (330)

21. mál, ríkisskuldabréf

Fjármálaráðherra (MagnJ):

Það er rjett, að ríkissjóður hefir einatt tekið lán í bönkunum, og þá gefið eitt skuldabrjef fyrir þeim lánum. En þessi aðferð er betri, sem hjer er farið fram á, því þá þarf lánið ekki að verða fast í bankanum, heldur geta skuldabrjefin fyrir því komið í umferð.