08.05.1923
Sameinað þing: 4. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 579 í D-deild Alþingistíðinda. (3303)

133. mál, strandvarðar og björgunarskip

Eiríkur Einarsson:

Jeg gat um það áðan, að það, sem kom mjer til að bera fram rökstuddu dagskrána, var það, að jeg sá, að ekki var seinna vænna. En mál þetta er næsta þýðingarmikið, og æski hæstv. stjórn þess fremur, að dagskráin verði ekki borin fram nú, get jeg fallist á að taka hana aftur, ef stjórnin vill leita traustsyfirlýsingar, svo það sjáist, hverjir þm. fylgi henni að málum. Einmitt hæstv. stjórn ætti að vera hugleikið að fá slíka yfirlýsingu. Það er spurt að því, hvers vegna jeg komi ekki sjálfur með vantraustsyfirlýsingu, en það geri jeg með þessari dagskrá óbeinlínis. Hún er í alla staði svo formleg og lögleg, að mig furðar á því, að hæstv. forseti skuli ekki vilja bera hana undir atkvæði. Og vilji hæstv. stjórn eða einhver annar ekki lýsa því hjer yfir, að trausts- eða vantraustsyfirlýsing verði borin fram, þá lýsi jeg yfir því, að jeg held minni dagskrá til streitu og æski þess, að hún komi til atkvæða hjer í þinginu nú þegar; hún grípur beint inn í málefnið, sem er til umræðu, en úrskurður forseta er gerræði.