25.04.1923
Efri deild: 48. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 588 í D-deild Alþingistíðinda. (3317)

146. mál, prestsþjónusta í Mosfellsprestakalli

Forsætisráðherra (SE):

Jeg var ekki við síðast, þá er mál þetta var rætt; var upptekinn í hv. Nd.

Stjórnin lítur svo á, að full heimild sje að setja í þetta embætti þangað til samsteypan verður. Heimild sú, er till. veitir, er því allsendis óþörf, því samkvæmt gildandi lögum getur stjórnin gert venjulegar ráðstafanir í þessu efni. Það er máske ekki meining hv. flm. (JJ), að till. eigi að binda stjórnina, og jeg býst við, að erfitt reynist að fá mann til að þjóna embættinu fyrir minna en venjuleg laun.