25.04.1923
Efri deild: 48. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 589 í D-deild Alþingistíðinda. (3318)

146. mál, prestsþjónusta í Mosfellsprestakalli

Flm. (Jónas Jónsson):

Jeg skal geta þess til skýringar, af því að hæstv. forsrh. (SE) var eigi viðstaddur við fyrri umr. þessarar till., að þá sagði jeg frá því, að jeg hefði talað við gamlan prófast, nú búsettan í Reykjavík. Þessi maður er við fulla heilsu og leitar sjer hjer atvinnu við skrifstofustörf og þess háttar. Honum þótti leið till. mjög skynsamleg og kvaðst ekki í vafa um, að ef einstakur maður væri í sporum ríkisstjórnarinnar í þessu máli, myndi hann efalaust fara þessa leið.

Þó að till. þessi yrði samþykt, yrði fjárveiting hennar ekki fremur bindandi en fjárveitingar samkvæmt fjárlögum eða fjáraukalögum, sem stjórnin bætir oft við, ef nauðsyn krefur.