28.02.1923
Neðri deild: 8. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 614 í D-deild Alþingistíðinda. (3343)

27. mál, verðgildi íslenskrar krónu

Gunnar Sigurðsson:

*) Jeg þakka fyrir fram komnar upplýsingar í þessu máli. Jeg er í höfuðatriðum sammála till. hv. flm. (JB). Mjer þótti hann ekki taka nógu rækilega fram um gengis braskið og afleiðingar þess. Mjer er vel ljóst, að það er slæmt, að gengið sje lágt á íslensku krónunni. En þó er það hættulegast af öllu, að yfirfærslur stöðvist að fullu, eins og átti sjer stað í september síðastl. Það er miklu verra en þó að krónan lækki um hríð. Því hefir verið halið fram, að gengisskráningin væri ranglát og aðeins í hag einstökum mönnum, og að bankarnir yfirfærðu með sjerstöku gengi þá. Þing og stjórn verða í sambandi við bankana að gera gangskör að því að stöðva gengið og hækka það síðar. Fyrst þingið er komið saman, verður það að gera öflugar ráðstafanir í þá átt. Það, sem hingað til hefir verið gert, er með litlum árangri, enda beðið eftir aðgerðum þingsins.

Nú er frv. á ferðinni um lántöku til lagfæringar á genginu, og er það ef til vill til bóta, en þó ætti það fremur að vera verk bankanna. Að síðustu legg jeg aðaláhersluna á, að gengið sje stöðvað.

*) Ræðan óyfirlesin af þm. (GunnS).