20.04.1923
Neðri deild: 46. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 524 í C-deild Alþingistíðinda. (3501)

60. mál, bjargráðasjóður Íslands

Bjarni Jónsson:

Jeg vil leyfa mjer að þakka hv. landbn. fyrir það, að hún hefir tekið upp brtt. þær, sem jeg hefi borið fram á þskj. 256, og vil jeg því hjer með taka brtt. mínar aftur, svo að þær komi til atkvæða í því formi, sem nefndin hefir lagt til. Jeg bar fram þessar brtt. eftir tilmælum kjósenda minna. Í Hvammsfirði innanverðum eru oft ísalög og erfitt um aðdrætti, en sveitum, sem svo er ástatt um, getur verið mjög kærkomin sú heimild, er felst í frv. Jeg tel því vel ráðið, að frv. þetta skuli hafa komið fram og að sjóðnum verði varið svo sem þar er farið fram á.