22.03.1923
Neðri deild: 26. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 283 í B-deild Alþingistíðinda. (351)

21. mál, ríkisskuldabréf

Fjármálaráðherra (MagnJ):

Jeg þarf aðeins að segja fáein orð, til þess að svara hv. 3. þm. Reykv. (JÞ). Hann bjóst við því, að þessi lán yrðu stórfeldari heldur en aðrir hugsa sjer. Hann gerði einnig ráð fyrir því, að ef ekki væru peningar atgangs frá núverandi borgunum af lánum, ætti engin ný lán að taka. En það er auðvitað mál, að ef nógir peningar eru fyrir hendi til nauðsynlegra framkvæmda, þarf ekki og verður ekki tekið neitt nýtt lán. Og það er fjarstæða að vera að tala um ógætni í fjármálum í sambandi við þetta. Með frv. er þvert á móti verið að leggja aðhald að stjórninni um lántökur.