09.05.1923
Efri deild: 58. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 339 í B-deild Alþingistíðinda. (387)

92. mál, hlunnindi

Forseti (HSt):

Það er að vísu ekki langt síðan þetta mál kom til háttv. fjhn., en allir nefndarmenn hafa þó haft jafnlangan tíma, og meiri hlutinn hefir samið nál., en minni hlutinn ekki. Jeg vil vekja athygli deildarinnar og minni hluta nefndarinnar á því, að ef málið er tekið af dagskrá nú, þá er það sama og að fella það. Það kemur þá aldrei á dagskrá aftur, nema með afbrigðum, og hver segir að þau verði leyfð. Jeg ætla því að láta deildina skera úr, hvort hún vill láta taka málið af dagskrá eða ekki.