25.04.1923
Neðri deild: 50. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1979 í B-deild Alþingistíðinda. (40)

Afgreiðsla þingmála

Bjarni Jónsson:

Það er eðlilegt, að háttv. allshn. kvarti yfir annríki; sje jeg það á því, hvernig hún hefir neyðst til að ganga frá máli, sem til hennar var vísað frá mjer, en það var hið mesta flaustursverk.

Mjer fanst meiri nauðsyn af háttv. 2. þm. Reykv. (JB) að ganga eftir öðru máli en því, er hann nefndi. En út af orðum hæstv. forseta. vil jeg víkja því til hans aftur, að þegar menn kljúfa nefndir á laun, gleypa frv. hrá og koma með nefndarálit aftan að þeim, þá verður hinn hluti nefndarinnar að fá einhvern tíma til að átta sig og koma viti í málið.