14.04.1923
Efri deild: 40. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 426 í B-deild Alþingistíðinda. (494)

18. mál, varnir gegn kynsjúkdómum

Forsætisráðherra (SE):

Jeg vil fyrst þakka hv. nefnd fyrir meðferð hennar á frv. þessu.

Háttv. 5. landsk. þm. (JJ) sagði, að borgunin til sjerfræðinga hefði átt töluverðan þátt í því, að þetta frv. var samið. Þetta er ekki rjett, og illa farið, að Læknafjelaginu, sem gengist hefir fyrir þessu máli, sjeu gerðar slíkar getsakir. Borgunina til sjerfræðinga taldi það nauðsynlega vegna sjálfra sjúklinganna, til þess að þeir gætu fengið sem besta lækningu, þó fátækir væru, en vegna sjerfræðingsins sjálfs er ákvæðið á engan hátt komið inn í frv.

Jeg veit ekki, hvað einstakir læknar kunna að hafa sagt um þetta mál, en jeg ber fult traust til Læknafjelagsins í þessu efni.

Jeg treysti fastlega, að frv. fái að ganga gegnum deildina. því hjer er um þýðingarmikið heilbrigðismál að ræða, enda sjúkdómar þessir þannig, meðal annars, að þeir leiða úrkynjun yfir þjóðirnar meira en nokkur annar sjúkdómur. Útbreiðsla sjúkdómanna er sem betur fer enn lítil, og því nauðsynlegt að stemma nú stigu fyrir útbreiðslu þeirra. (JJ: Þetta frv. gengur of skamt). Jeg sje ekki betur en að frv. þetta muni geta orðið að miklum notum. Annars skil jeg ekki háttv. 5. landsk. þm. (JJ), sem vill vinna að heilbrigði í landinu, en er á móti þessu sjálfsagða heilbrigðismáli. (JJ). Hvers vegna ekki að hafa fræðsluna?).

Jeg var á móti því að selja 1500 kr. inn í frv. í þessu skyni, bæði af því, að það mundi hafa getað orðið frv. að fótakefli, og svo af því, að samkvæmt frv. má sjá ókeypis fyrir þessari fræðslu.