19.03.1923
Neðri deild: 23. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 462 í B-deild Alþingistíðinda. (544)

24. mál, fjáraukalög 1922

Forsætisráðherra (SE):

Jeg gleymdi að geta þess áðan um styrkinn til augnlækningaferðalagsins til Austfjarða, sem er kr. 1382,05, að hann var veittur samkvæmt símbeiðni frv. háttv. 1. þm. S.-.M. (SvÓ). Sagði hann, að um 40 sjúklingar austur þar biðu slíkrar læknishjálpar, og sumir óferðafærir eða svo fátækir, að þeir gætu ekki farið. Andrjes Fjeldsted gat ekki farið vegna anna hjer í Reykjavík, því hann hafði gert þá „operation“ á mörgum sjúklingum, og sneri stjórnin sjer þá til Helga Skúlasonar, og fjekst hann ekki fyrir minna en hjer segir áður. En stjórninni þótti það mannúðarskylda að verða við þessari beiðni, og er óvíst, að henni hefði verið neitað af þessari háttv. deild, ef hún hefði átt að úrskurða um hana.