21.03.1923
Neðri deild: 25. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 476 í B-deild Alþingistíðinda. (554)

24. mál, fjáraukalög 1922

Fjármálaráðherra (MagnJ):

Á síðasta fundi, sem þetta mál var til umr., skýrði jeg frá því, í tilefni af fyrirspurn háttv. frsm. (MP), að mjer væri ekki kunnugt um neinar útborganir upp á væntanleg fjáraukalög fyrir árið 1923. en þorði þó ekki að fullyrða neitt um það. Síðan hefi jeg aðgætt þetta nánar og komist að raun um, að þetta var rjett. Nú liggja ekki fyrir neinar greiðslur upp á væntanleg fjáraukalög fyrir yfirstandandi ár. En það hafa bæst við nokkrir aukapóstar, sem eiga heima í fjáraukalögunum fyrir árið 1922, og verða þeir sendir hv. fjvn., svo að hún geti athugað þá og bætt þeim við til 3. umræðu.