12.04.1923
Efri deild: 38. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 512 í B-deild Alþingistíðinda. (586)

24. mál, fjáraukalög 1922

Karl Einarsson:

Aðeins örstutt athugasemd. Háttv. deild og sjerstaklega nefndinni er kunnugt, hvernig þessi upphæð er til orðin. Styrkurinn verður veittur með það fyrir augum, að meðan læknishjerað Flateyjar var Læknislaust, varð hreppurinn að hlaupa undir bagga með þeim, sem til læknis þurftu að leita, og var varið til þessa talsvert meira fje en hjer ræðir um; jeg vona því, að háttv. deild fallist á þann milliveg, sem farið er fram á í tillögu minni.