18.04.1923
Neðri deild: 45. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 514 í B-deild Alþingistíðinda. (590)

24. mál, fjáraukalög 1922

Forsætisráðherra (SE):

Það er ekki nema sjálfsagt, að stjórnin hafi þau störf á hendi, er hjer ræðir um, en jeg vil aðeins geta þess, að þau heyra ekki undir dómsmálaráðuneytið. Utanríkismálin eru orðin það umfangsmikil, að stjórnin hefir talið rjett að halda þeim alveg sjerstökum.