20.02.1923
Neðri deild: 3. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 531 í B-deild Alþingistíðinda. (597)

1. mál, fjárlög 1924

Fjármálaráðherra (MagnJ):

Háttv. 3 þm. Reykv. (JÞ) var í hörðustu slagsmálum við vindmylnur. Jeg hefi ekki sagt, að íslenskir atvinnuvegir væru hættir að borga sig. Það hefi jeg heyrt eftir öðrum manni nú fyrir nokkru. En það er í alla staði eðlilegt, þegar afurðir lækka í verði, en framleiðslukostnaður hinn sami eftir sem áður, að þá steypist sá atvinnurekstur, ef ekki er fyrir hendi forn gróði eða annað fje, til þess að greiða þann halla. En jeg hefi ekki sagt, að svo sje komið nú.

Hví þm. (JÞ) var í enn stærri vindmylnu, þegar hann gat þess, að hann treysti ekki þeirri fjármálastjórn, er ljeti fljóta með straumnum. Jeg var alls ekki að tala um fjármálastjórn vora, heldur lýsti þessu alment. Jeg tók fram, eins og háttv. þm. veit, að þetta brennur við í öllum löndum, sem hafa þingræði. Þingin eru myndir kjósendanna stjórnirnar myndir þinganna, og er þetta talinn sjálfsagður hlutur. Og jeg tel einungis spurningu um það, hve skjótt þessi hreyfing berst hingað.