07.04.1923
Neðri deild: 36. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 534 í B-deild Alþingistíðinda. (604)

1. mál, fjárlög 1924

Pjetur Ottesen:

Það eru tvær spurningar, sem jeg ætla að leggja fyrir hæstv. fjármálaráðherra (MagnJ), og jeg vænti að fá skýr svör við þeim.

Jeg hefi sem sje heyrt því fleygt, að þessi hæstv. ráðherra hafi laust fyrir áramótin ávísað úr ríkissjóði nokkurri fjárhæð til greiðslu á húsaleigu á Hótel Ísland, þar sem hann býr, og vil jeg fá að vita, hvort þetta sje rjett hermt, og ef svo er, þá hvaða heimild hæstv. ráðh. áliti sig hafa til að verja fje úr ríkissjóði til slíkrar greiðslu í eigin þarfir.

Í öðru lagi hefi jeg heyrt, og mun það rjett vera, að stjórnin hafi ábyrgst um milj. kr. lán fyrir Reykjavíkurbæ nú nýlega, og fýsir mig að vita, eftir hvaða heimild það hafi verið gert.