07.04.1923
Neðri deild: 36. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 551 í B-deild Alþingistíðinda. (614)

1. mál, fjárlög 1924

Jón Sigurðsson:

Úr því að svo er komið, að menn eru teknir að yfirheyra hæstv. stjórn, þá vildi jeg leyfa mjer að beina fyrirspurnum til hennar um tvö atriði, og er það hæstv. atvrh. (KIJ), sem helst ætti að vita deili á þeim.

Fyrra atriðið er þetta: Hvað knúði hæstv. stjórn til þess að láta leggja símalínuna að Staðarfelli, og hvað er áætlað, að hún kosti — Hitt snertir bændaskólann á Hólum og er þessa efnis: Hvað olli því, að skólastjórinn á Hólum sagði búinu lausu? Hvað vakti fyrir hæstv. stjórn með skipun þess máls? Og loks: Hví leitaði hún ekki álits Búnaðarfjelags Íslands og landbn. Alþingis, áður en hún gerði endanlega skipun á málinu?

Þetta er mál, sem varðar mjög, alt Norðurland, og er nú gott tækifæri til að fá glöggar upplýsingar því viðvíkjandi.