07.04.1923
Neðri deild: 36. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 574 í B-deild Alþingistíðinda. (626)

1. mál, fjárlög 1924

Forsætisráðherra (SE):

Það eru aðeins tvær fyrirspurnir háttv. 2. þm. Reykv. (JB) sem jeg vildi svara.

Fyrri fyrirspurnin var um það, hve mikil eftirlaun Tofte bankastjóri hefði fengið, er hann ljet af embætti. Jeg skal strax upplýsa það fyrir hv. þm., að hann fjekk engin eftirlaun. En hitt atriðið, hvernig samningur hans var gerður upp, sje jeg ekki ástæðu til að skýra frá, þar sem svo var ákveðið á bankaráðsfundi, að skýra ekki frá því, sem þar gerðist.

Hvað snertir aðra fyrirspurnina. um það, hver færi með atkvæði hinna útlendu bankaráðsmanna Íslandsbanka, er því til að svara, að það er enginn ákveðinn, því að stundum hefi jeg farið með þau og stundum aðrir. Jeg fór t. d. með þau síðast.