19.02.1923
Sameinað þing: 1. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 15 í B-deild Alþingistíðinda. (7)

Rannsókn kjörbréfa

Frsm. 1. kjördeildar (JóhJóh):

1. kjördeild hefir fengið til meðferðar kjörbrjef þeirra Ingibjargar H. Bjarnason og Jóns Magnússonar og hefir ekkert fundið við þau að athuga. Það er því till. kjördeildarinnar, að kosning þeirra verði samþykt.

Þetta verður í fyrsta sinn, sem kona tekur sæti á Alþingi, og jeg vil láta í ljós gleði mína yfir þeim atburði. Jeg óska háttv. 6. landsk. (IHB) farsældar og ánægju í starfi sínu og þess, að hluttaka kvenna í löggjafarstarfinu megi verða landi og lýð til blessunar.

Jeg vil geta þess, að kjördeildin telur rjett, að röð hinna landsk. þm. verði með þeim hætti, sem skrifstofan hefir látið prenta á nafnalistana.