18.04.1923
Neðri deild: 45. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 986 í B-deild Alþingistíðinda. (764)

1. mál, fjárlög 1924

Björn Hallsson:

Aðeins örstutt athugasemd við ræðu hv. frsm. fjvn. (MP). Mjer hefði ekki dottið í hug að koma þessum símalínum á framfæri, ef svo margir hefðu ekki verið komnir á undan með símalínur, er jeg sá ekki, að meira riði á. Ýmsar óþarfari símalínur hafa verið settar í fjárlögin og samþyktar viðstöðulaust. Þess vegna er þetta ekkert kapphlaup hjá mjer, því að aðrir eru komnir á undan; jeg feta aðeins í fótspor þeirra og er viss um, að þessar símalínur, sem jeg fer fram á, eiga eins mikinn rjett á sjer og hinar. Hins vegar get jeg ekki sjeð, að neitt sje í hættu, þótt þær sjeu samþyktar, því að vitanlega verða þær ekki lagðar, nema fje verði fyrir hendi. Nýjar símalínur og loftskeytastöðvar munu eiga að kosta minst 220 þús. kr., svo að jeg sje ekki, að þessar 2 línur muni hleypa miklu fram, í samanburði við þá upphæð alla. Jeg vona, að deildin samþykki þessar brtt. mínar, og sje svo ekki ástæðu til að segja meira fyrst um sinn.