09.05.1923
Efri deild: 58. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1155 í B-deild Alþingistíðinda. (861)

1. mál, fjárlög 1924

Forsætisráðherra (SE):

Það eru venjulega stórar upphæðir, sem verða þess valdandi, að fjárlögin fara fyrir sameinað þing. Nú er því ekki til að dreifa. Og þótt þessir starfsmenn fengju þessa litlu uppbót, þá álít jeg, að ekki sje um stórt atriði að ræða og enginn skaði skeður.