11.05.1923
Sameinað þing: 5. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1162 í B-deild Alþingistíðinda. (870)

1. mál, fjárlög 1924

Frsm. fjvn. Nd. (Magnús Pjetursson):

Jeg vildi aðeins taka það fram um rafmagnsveituna á Hólum, að það mun eigi rjett, að hún þyrfti um 3 samskonar veitingar síðar meir til að koma að fullum notum. Það var áætlað þegar hæst var verð á öllu, að fyrirtækið þyrfti 60 þúsund kr., en líkt og verðlag er nú, þá lætur nærri, að 45 þúsund væri nóg. Jeg get bætt því við, að gert er ráð fyrir því, að verkið verði svo stórt, að unt verði að selja út rafmagn. Segi jeg þetta til þess að benda háttv. þm. á það, að hættulaust er að greiða þessari fjárveitingu atkvæði.

Háttv. þm. Seyðf. (JóhJóh) mintist á það, að hættulaust væri að hleypa fjárlagafrv. í sameinað þing eftir að þingsköpunum var breytt, Það má vel vera, en þó hygg jeg, að töluverð töf geti að því orðið, ef háttv. þm. sýna eigi þá sjálfsafneitun að tala sem fæst uni till.