10.03.1923
Neðri deild: 17. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1167 í B-deild Alþingistíðinda. (876)

54. mál, stækkun lögsagnarumdæmis Reykjavíkur

Einar Þorgilsson:

Jeg vil aðeins gera stutta athugasemd við ræðu háttv. 1. þm. Reykv. (JakM). Hann sagði, að ekki stæði á öðru til samkomulags en fjárhagsatriði málsins. En jeg vil leyfa mjer að leiðrjetta þetta. Jeg hefi hjer fyrir mjer eindregin mótmæli hreppsnefndaroddvita Mosfellshrepps, í umboði hreppsins. Oddviti Seltjarnarneshrepps hefir sömuleiðis komið fram með mótmæli, en setti til vara vissa fjárupphæð til grundvallar, ef til framkvæmda kæmi. Að jeg geri ekki að kappsmáli, að málið sje þegar felt eða tekið af dagskrá, kemur til af því, að jeg býst við, að það sofni í nefnd, eins og það hefir sofnað áður, nema betur verði undirbúið en það er nú og hefir verið til þessa.