05.05.1923
Neðri deild: 58. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1172 í B-deild Alþingistíðinda. (883)

54. mál, stækkun lögsagnarumdæmis Reykjavíkur

Jón Baldvinsson:

Frv. þetta er nú orðið alt annað en það var upphaflega.

Jeg verð að segja, að mjer þykir það vera mikið, sem Reykjavíkurbær á að greiða Mosfellshreppi, þó að því megi svara, að afborgunarskilmálar sjeu góðir og að reiknaðir sjeu lægri vextir af upphæðinni en algengt er. En þess ber að gæta, að upphaflega var til þess ætlast, að jarðirnar báðar, Árbær og Ártún, yrðu lagðar undir lögsagnarumdæmi bæjarins. Þó að jeg sje mjög óánægður með þetta, mun jeg samt greiða atkvæði með frv., af því að Reykjavíkurbær þarf þetta landsvæði og það stendur í vegi fyrir framkvæmdum á landareign bæjarins, sem bráðlega verður byrjað á, ef þetta fengist. En ef landið liggur undir annað lögsagnarumdæmi, verður ekkert gert. Þar má nefna t. d. laxaklak í Elliðaánum og ræktun bæjarlandanna Sem sagt, jeg er óánægður yfir því, hvað upphæðin til Mosfellshrepps er há, af því að slept er undan jörðunum Árbæ og Ártúni, sem upprunalega voru í frv. því, er borið var hjer fram.