24.04.1923
Efri deild: 47. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1183 í B-deild Alþingistíðinda. (911)

8. mál, einkaleyfi

Frsm. (Jón Magnússon):

Jeg verð að biðja afsökunar á því, hversu óhöndulega nefndinni hefir tekist að koma þessari brtt. á, sem hjer liggur fyrir á þskj. 422, því eins og jeg tók fram við 2. umr., þótti nefndinni 1. gr. frv. ekki allskostar vel orðuð, og fyrir því bárum við fram þessa brtt. Hin fyrri brtt. líkaði nefndinni ekki fyllilega, enda dálítið örðugt að koma henni vel fyrir. Jeg hefi nú fengið aðstoð skrifstofustjóra Alþingis, sem er mjög vel stílfær maður og orðheppinn, og vona jeg, að við megi hlíta. Hygg jeg því, að greinin sje nú forsvaranlega orðuð og geti ekki valdið misskilningi, og sje því óhætt að samþykkja hana eins og hún liggur fyrir.