12.03.1923
Neðri deild: 18. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1194 í B-deild Alþingistíðinda. (951)

44. mál, vélgæsla á íslenskum mótorskipum

Frsm. (Pjetur Ottesen):

Jeg þarf ekki að hafa langa framsögu; þetta frv. er gamall kunningi frá þinginu 1921 og kemur nú fram óbreytt frá því, sem þá var. Það, sem þá var deilt um, var í rauninni ekki neitt meginatriði málsins, þótt það yrði til þess að hefta framgang þess í háttv. Ed. Nú er sú ástæða burtu fallin, svo að það ætti ekki að verða málinu að fótakefli framar. Aðalatriðin, sem hjer er farið fram á til þess að tryggja vjelgæsluna. er í fyrsta lagi að heimta af hverjum vjelamanni, að hann hafi þekkingu á starfi sínu, og í öðru lagi með því að kveða svo á, að jafnan sjeu tveir vjelfróðir menn á skipi, sem hefir 10 hestafla vjel eða stærri, og er það nauðsynlegt, ef annar fatlast eða veikist, sem altaf getur viljað til.

Það verður varla tölum talið, hvað miklu fje og fjörvi hefir verið fórnað á altari vanþekkingar manna í meðferð olí

uvjela.

Allmikil bót hefir óneitanlega verið ráðin á þessu sleifarlagi nú síðustu árin með fræðslu þeirri, sem menn hafa aflað sjer á námsskeiðum Fiskifjelags Íslands.

Þó að í frv. sjeu rjettindi manna bundin því skilyrði, að þeir hafi staðist próf við mótorskólann, sem enn hefir ekki tekið til starfa, þá veita vottorð um það, að maðurinn hafi verið á mótornámsskeiðum Fiskifjelags Íslands sömu rjettindi að svo stöddu, þar sem ekki er krafist enn meiri og fjölbreyttari þekkingar. t. d. prófskírteinis frá vjelstjóraskóla Íslands, þegar um er að ræða að njóta rjettinda til þess að stunda vjelgæslu skipi með 50 hestafla vjel eða stærri, sbr. 5. gr.

Auk þess eru bráðabirgðaákvæði í 7. gr., svo yfirleitt er gengið svo skamt í kröfuni nú, sem fært þykir. Að öðru leyti sje jeg ekki ástæðu til að fjölyrða um málið.