22.02.1923
Neðri deild: 4. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 45 í B-deild Alþingistíðinda. (96)

13. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Fjármálaráðherra (MagnJ):

Þetta litla frv. er í rauninni aðeins útdráttur úr fyrra frv., sem rætt var hjer á undan, þar sem teknar eru helstu breytingarnar, sem hægt er að láta koma til framkvæmda þegar á þessu ári. Það leiðir af sjálfu sjer, að ekki er unt að fara fram á breytingar á þeim atriðum, sem snerta þegar fram komin framtöl. En hins vegar er það nauðsynlegt, að þeim breytingum, sem þingið á annað borð gæti fallist á, yrði hraðað eins og unt er, og leyfi jeg mjer að vænta þess, að þetta verði athugað í sömu nefnd og hitt frv. á undan.