24.03.1924
Neðri deild: 31. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1642 í B-deild Alþingistíðinda. (1031)

60. mál, ríkisskuldabréf

Atvinnumálaráðherra (MG):

Jeg vil taka það fram, að jeg fyrir mitt leyti er ekki við því búinn að svara fyrirspurn hv. þm. N.-Ísf. (JAJ) við þessa umr. Jeg held, að það þurfi rannsóknar við, hvort ekki geti verið einhverjar þær framkvæmdir, sem ekki verður unt að fresta. Jeg er hræddur um, að það geti verið einhverjar brýr o. s. frv., sem komnar sjeu að niðurfalli, sem þurfi samkvæmt gildandi brúalögum að endurbyggja. Mig minnir, að vegamálastjóri hafi eitthvað vikið að þessu í viðtali við hv. fjvn. Get jeg því ekki gefið þá yfirlýsingu, sem hann óskaði eftir, fyr en þetta hefir verið rannsakað; því að ef slíkt loforð eða yfirlýsing er gefin, verður auðvitað að standa við hana.