27.03.1924
Neðri deild: 34. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1653 í B-deild Alþingistíðinda. (1064)

73. mál, yfirsetukvennaskóli

Forsætisráðherra (JM):

Jeg vildi láta þess getið, að er ljósmæðraskólinn var stofnaður, var gert ráð fyrir, að kenslan lenti hjá háskólanum, en jeg sje hinsvegar ekkert á móti því, frá embættislegu sjónarmiði, að landlæknir gegni þar kenslu. Ef til vill gæti þó verið verra að binda kensluna við hann, ef einhver prófessoranna við háskólann skyldi vera hæfari til hennar. Annars vil jeg ekki mæla gegn þessari brtt. nefndarinnar og tel sjálfsagt að hún nái fram að ganga, er landlæknisskifti verða.