25.04.1924
Neðri deild: 54. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1670 í B-deild Alþingistíðinda. (1103)

134. mál, sveitarstjórnarlög

Björn Kristjánsson:

Jeg vildi aðeins benda á það, eins og jeg hefi áður gert, að frv. þetta gengur út á það að hjálpa einu sýslufjelagi til þess að koma sjer undan rjettmætu útsvari í öðru sýslufjelagi, eða hinum fátæka Miðneshreppi, og leyfi jeg mjer að mótmæla því.

Jeg leyfi mjer að óska eftir nafnakalli um málið.