18.03.1924
Neðri deild: 26. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1690 í B-deild Alþingistíðinda. (1130)

59. mál, friðun rjúpna

Ágúst Flygenring:

Jeg vil leyfa mjer að skjóta því til hv. landbn., hvort henni finnist ekki rjettast að friða rjúpur aðeins einhvern vissan tíma ársins, eins og nú á sjer stað, en ekki alfriða hana 5. hvert ár. Mjer hefir verið sagt af fuglafróðum mönnum, að viðkoma þessarar fuglategundar sje komin undir fóðrinu. Verði rjúpumar of margar, skortir þær fóður. Þær neyta einungis sjerstakrar tegundar plöntufæðu, og ef hana þrýtur, horfellur rjúpan. Jeg tel því heimskulegt að friða rjúpur heilt ár í senn til þess eins og að meiri hætta verði á horfelli, ef illa árar. En aftur er rjett að friða þær ákveðinn tíma á ári hverju, og álít jeg æskilegt að lengja friðunartímann frá því, sem er. Þó tel jeg vafasamt, hvort það er heppilegt hjer sunnanlands, en annarsstaðar gæti það fremur komið til mála, og væri sjálfsagt heppilegt, að friðunartími ýmsra hjeraða landsins væri mismunandi.