12.04.1924
Neðri deild: 49. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1714 í B-deild Alþingistíðinda. (1157)

59. mál, friðun rjúpna

Fjármálaráðherra (JÞ):

Ef það er rjett, að ástæða sje til að friða rjúpuna í einum landshluta, en ekki í öðrum, þess meiri ástæða finst mjer til að fela stjórninni málið og láta hana skipa fyrir um friðunina með reglugerð, því þá getur hún tekið fylsta tillit til þarfarinnar. Hitt virðist miklu undarlegra, að fara að friða rjúpur um alt land, ef fæð er í einum landshluta en nægð í öðrum, svo framarlega, sem rjett er, að þær flytjist ekki á milli.