28.04.1924
Efri deild: 56. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1716 í B-deild Alþingistíðinda. (1163)

59. mál, friðun rjúpna

Sigurður Jónsson:

Eins og þetta frv. lítur nú út eftir meðferðina í hv. Nd. verður tæplega sjeð, að um sama frv. sje að ræða og það, er hv. þm. A.-Húnv. (GÓ) bar fram. Í því er t. d. engin ársfriðun, en aftur á móti er stjórninni heimilað að ákveða friðun með bráðabirgðalögum, þegar hún álítur nauðsynlegt. Þó landbúnaðarnefnd sje ósamþykk ýmsum atriðum frv., telur hún rjett að leyfa því að ná fram að ganga.