20.03.1924
Neðri deild: 28. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1790 í B-deild Alþingistíðinda. (1234)

90. mál, bæjarstjórn í Hafnarfirði

Ágúst Flygenring:

Jeg vil aðeins leyfa mjer að benda á það, að þar sem þetta frv. er fram komið að undirlagi einstakra manna úr Hafnarfirði, en hefir ekki verið rætt í bæjarstjórn þar, þá tel jeg rjett, að allshn. leiti umsagnar bæjarstjórnarinnar áður en það verður afgreitt. Þetta styð jeg með því, að mjer hafa í dag borist raddir úr Hafnarfirði um það, að óviðkunnanlegt sje að bera slíkt frv. fram eftir tilmælum einstakra manna, án þess að bera það undir bæjarstjórn, enda tel jeg það rjettara.